Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2019 06:45 Verjendur við munnlegan málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í skaða- og miskabætur vegna sýknudómsins sem féll síðastliðið haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Með vísan til þess að um fordæmalaust mál er að ræða í íslenskri réttarsögu, er ekki hlaupið að því fyrir samningsaðila að gera sér í hugarlund hvernig bótamálið yrði dæmt af dómstólum. Þrír hinna sýknuðu eru enn á lífi, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason. Þeir eiga allir stjórnarskrárvarinn hlutlægan bótarétt vegna frelsisskerðingar að ósekju. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá og einnig aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir. Tveir dómar sem vísað hefur verið til sem fordæma um bótagreiðslur eru annars vegar svokallað Vegasmál Sigurþórs Arnarsonar sem dæmdar voru bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015. Hann var sakfelldur árið 1993 fyrir að verða manni að bana á veitingastaðnum Vegas og sat í fangelsi í 15 og hálfan mánuð. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Honum voru dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015 í skaða- og miskabætur. Dómurinn varpar nokkru ljósi á túlkun lagaákvæða sem tekið hafa breytingum, til dæmis um aukinn bótarétt. Hins vegar er litið til dóms Hæstaréttar í bótamáli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi á árunum 1976-1977 vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns. Í dóminum var meðal annars vísað til óforsvaranlegra húsakynna Síðumúlafangelsis og óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar. Miskabætur sem mönnunum voru dæmdar jafngiltu verðmæti einbýlishúss á þeim tíma þegar dómur féll árið 1983 og nema á núvirði að teknu tilliti til verðlagsbreytinga rúmum 23 milljónum, um það bil 224 þúsund krónum fyrir hvern dag. Samkvæmt heimildum blaðsins lagði einn viðsemjenda sáttanefndarinnar útreikning bóta á grundvelli þessa fordæmis fyrir nefndina, auk útreiknings bóta fyrir missi atvinnutekna. Ekki heyrðist frá nefndinni um nokkurra vikna skeið eftir að fyrrnefndir útreikningar voru lagðir fyrir hana en ljóst er að niðurstaða útreikninganna hleypur á hundruðum milljóna í tilviki flestra hinna sýknuðu. Útreikningarnir taka ekki til annarra bóta sem komið gætu til, þar á meðal skaðabætur vegna missis atvinnutekna meðan á frelsissviptingu stóð og eftir atvikum einnig eftir að afplánun lauk með vísan til mannorðsmissis hinna dómfelldu í kjölfar málsins. Með vísan til þess að fólkið sat inni allt frá 6 mánuðum til rúmlega 8 ára er ljóst að bætur fyrir missi atvinnutekna gætu einnig orðið umtalsverðar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira