Þar segir að langt suður í hafi sé kröpp og ört dýpkandi lægð á hraðri siglingu norður á bóginn. Eftir miðnætti er lægðin farin að nálgast suðurströndina og eykst þá vindur af norðaustri. Gengur í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og hríðarveðri austan til seint í nótt og í fyrramálið og hlýnar eystra.
Upp úr hádegi á morgun er lægðin komin austur fyrir land og snýst þá í norðvestanstorm eða -rok með éljagangi austan til, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og él á víð og dreif.
Þessi slæma veðurspá fyrir austurhelming landsins ætti að hvetja ökumenn og ferðalanga þar til að grandskoða ferðaáætlanir sínar því vænta má samgöngutruflana á þeim slóðum.