Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:31 Frá fundinum í morgun áður en fjölmiðlabannið var sett á. vísir/vilhelm Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27