Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:31 Frá fundinum í morgun áður en fjölmiðlabannið var sett á. vísir/vilhelm Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn hófst klukkan 10 og var spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu áður en fundurinn hófst. Núna rétt fyrir klukkan hálfellefu bað skrifstofustjóri ríkissáttasemjara fjölmiðla um að yfirgefa húsið því breytt fyrirkomulag yrði á fundinum. Að öllu óbreyttu skella verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á á miðnætti í kvöld. Er áætlað að þau standi í sólarhring. Mjakist hins vegar eitthvað hjá sáttasemjara í dag gæti verkföllum verið frestað. Það hefur verið stál í stál í kjaradeilunni undanfarnar vikur en í febrúar slitu verkalýðsfélögin viðræðum við SA og hófu undirbúning verkfallsaðgerða. Þrátt fyrir viðræðuslit heldur þó samtalið áfram og hefur ríkissáttasemjari heimild til þess að boða aðila til fundar á tveggja vikna fresti og er fundurinn í dag boðaður samkvæmt því. Síðasti fundur aðila var því fyrir tveimur vikum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Guðbrandur Einarsson segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við SA í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. 20. mars 2019 19:27