Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor tapaði síðast í búrinu. vísir/getty Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White. MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira