Aldrei fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri á fimmtán ára ferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 13:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki fundið fyrir jafn skefjalausum hræðsluáróðri af hálfu Samtaka atvinnulífsins síðan hann hóf störf hjá VLFA árið 2004. Vilhjálmur gerði viðbrögð SA að umfjöllunarefni í erindi sem hann hélt á samstöðufundi rútubílstjóra í Vinabæ að Skipholti 33 í dag. Þar eru bækistöðvar verkfallsvaktar hvar tekið er við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði. Af leiðaraskrifum ákveðinna aðila að dæma, segir Vilhjálmur, að það sé sem verkalýðsforystan séu glæpamenn fyrir að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Vilhjálmur segir að ef það sé glæpur skuli hann bera þann titil. Þrátt fyrir að Vilhjálmur segir að hræðsluáróðurinn hafi aldrei verið jafn mikill og nú þá segir að hann inntakið sé alltaf það sama þegar samið er um kaup og kjör láglauna- og verkafólks.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR voru á meðal framsögumanna á samstöðufundi rútubílstjóra.Vísir/jóikInntak orðræðunnar alltaf það hið sama Hann rifjar upp orðræðuna sem var uppi árið 2008 þegar greiningardeildir bankanna sögðu að kjarasamningar íslensks verkafólks væri það eina sem ógnaði íslensku samfélagi. „Við munum öll hvað gerðist nokkrum mánuðum seinna,“ segir Vilhjálmur og vísar til banka-og fjármálahrunsins á haustmánuðum ársins 2008. Vilhjálmur segir að það sé ávallt sami hræðsluáróðurinn sem sé hafður í frammi í hvert einasta skipti sem samið er um kjör verkafólks. Hann bendir á að árið 2013 hafi SA spáð því að verðbólga gæti jafnvel farið upp í 20%. „Allt botnlaus hræðsluáróður sem dynur á okkur í hvert einasta sinn“. Vilhjálmur opnaði sig á samstöðufundinum um ástæðuna fyrir því að hann hóf störf hjá verkalýðsfélaginu. Hann sagðist þekkja það af eigin raun hvernig það væri að reyna að ná endum saman á lágmarkslaunum. Hann geti aldrei gleymt því þegar hann var 27 ára, fjögurra barna faðir og eina fyrirvinnan. Þegar tíu dagar voru eftir af mánuðinum hefði hann aðeins örfáar krónur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Vilhjálmur segir að það sé siðferðisleg skylda samfélagsins að allir geti haldið mannlegri reisn. Kjörin sem fólkið á lægstu laununum búi við sé íslensku samfélagi, samtökum atvinnulífsins og ríkisstjórninni til skammar. „Það er meginverkefni þessa kjarasamninga sem við stöndum nú í að lagfæra þessi kjör,“ segir Vilhjálmur sem bætir við að baráttunni ljúki ekki með einum kjarasamningum. Baráttan sé langhlaup.Verkalýðsfélögin hafa staðið fyrir öflugri verkfallsvörslu í dag.Vísir/jói kVill að stjórnvöld grípi inn í Vilhjálmur beinir spjótum sínum að ríkisstjórninni þegar hann gerði verðtrygginguna að umfjöllunarefni sínu undir lok ræðu sinnar. „Við erum hér með verðtryggingu sem sogar stóran hluta ráðstöfunartekna burtu og yfir til fjármálakerfisins. Um þetta kerfi standa hagsmunaöflin eins og grenjandi ljón og passa sig á því að við náum ekki að breyta þessu. Þetta eru allt mál sem við eigum í viðræðum við stjórnvöldum um og ég ætla að eygja þá von að við finnum einhvern árangur í þeirri vinnu.“ Vilhjálmur segist vona heitt og innilega að hann muni geta náð góðum kjarasamningum fyrir félagsmenn sína.Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05