Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 22:15 Emmanuel Macron var einn stuðningsmanna tillögunnar, hann var svekktur að leikslokum. Getty/Jean Catuffe Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“ Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira