Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. mars 2019 10:00 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45