Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 20:51 Robert Kraft, eigandi New England Patriots. AP/Charlie Neibergall Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir. Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir.
Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30
Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30