Körfubolti

Stærsta tapið á heimavelli í tólf ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant skoraði 25 stig gegn Dallas en þau dugðu skammt.
Durant skoraði 25 stig gegn Dallas en þau dugðu skammt. vísir/getty
Golden State Warriors fékk óvæntan skell þegar liðið mætti Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Meistarar síðustu tveggja ára töpuðu með 35 stiga mun, 91-126, fyrir næstneðsta liði Vesturdeildarinnar.

Þetta var stærsta tap Golden State á heimavelli undir stjórn Steve Kerr og stærsta tap liðsins á heimavelli frá árinu 2007.

Dallas skoraði 21 þriggja stiga körfu úr 49 tilraunum (43%) á meðan þriggja stiga nýting Golden State var aðeins 13%. Stephen Curry var hvíldur í leiknum í nótt.

Luka Doncic var með þrefalda tvennu í liði Dallas. Slóveninn skoraði 23 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Dirk Nowitzki rifjaði upp gamla takta og skilaði 21 stigi og setti niður fimm þrista.

Golden State er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 23 töp. Meistararnir hafa tapað ellefu leikjum á heimavelli í vetur.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×