Enn eitt tapið hjá Celtics │Houston tryggði sig í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:30 Kyrie Irving og félagar eru í vandræðum vísir/getty Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106 NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira