Leiðakerfi Strætó breytist á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2019 10:18 vísir/vilhelm Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019. Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019.
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira