Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 15:45 Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Vísir/vilhelm Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00