Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 15:45 Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Vísir/vilhelm Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00