Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 15:45 Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Vísir/vilhelm Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00