Katrín um WOW air: Gjaldþrot yrði högg þótt staða hagkerfisins sé góð Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, segir stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af stöðu WOW air. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45