Aukagreiðslur handa æðsta embættisfólki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Frá fundi kjararáðsmanna árið 2008. Fbl/GVA Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45
Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent