Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður og framkvæmdastjóri SA, voru þungt hugsi þegar þeir komu til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundarhöld halda áfram í dag fbl/anton brink Fundur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV hjá ríkissáttasemjara í gær varð styttri en ráðgert hafði verið. Vegna óvissu um stöðu WOW air var ákveðið að fresta fundarhöldum og taka þráðinn aftur upp í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta tjáð sig efnislega um innihald viðræðnanna þar sem fjölmiðlabann gildi um það. „Við erum náttúrulega að vonast eftir alvöru efnislegri umræðu. Við tökum þessar viðræður núna bara einn dag í einu,“ segir Viðar aðspurður um framhaldið. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA. Hann segir viðræðurnar fyrst og fremst hafa snúist um launaliðinn en SA hafi lítið viljað leggja fram í þeim efnum. „Þeir hafa ekki treyst sér til þess um alllanga hríð og bera fyrir sig þá stöðu sem uppi er hjá WOW air þannig að menn vildu láta þennan dag líða til að sjá hver þróunin þar verður,“ segir Vilhjálmur. Það sé magnað að kenna eigi íslensku launafólki um hvert áfall sem dynur yfir íslenskt efnahagslíf. „Nú er eitt lítið flugfélag sem veldur því að staðan sé með þessum hætti. Enn og aftur er það ekki launafólk sem ber ábyrgðina á því.“Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Að óbreyttu verður næsta lota verkfalla næstkomandi fimmtudag og föstudag. Viðar segir Eflingarfólk vinna að því að safna saman ábendingum og vísbendingum um hvort möguleg verkfallsbrot hafi verið framin síðasta föstudag. Meta þurfi hvort ástæða sé til að fá úr því skorið fyrir Félagsdómi. Viðar segir að Efling muni herða á verkfallsvörslu í aðgerðum vikunnar meðal annars vegna þess að því miður hafi þau mjög víða séð einbeittan brotavilja. „Við höfum líka lagt þessar aðgerðir þannig upp að þær séu með stigmögnun. Við höfum ekkert endilega séð fyrir okkur að þurfa að ná hámarksáhrifum strax í byrjun. Við lítum á þetta sem skilaboð og viljum sjá hverju þau skila.“ Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að þar á bæ standi yfir undirbúningur vegna mögulegra verkfallsaðgerða í vikunni. „Við erum að fara yfir þann mannskap sem við höfum. Ég geri ráð fyrir að við munum núna fara að loka fyrir bókanir á einhverjum dagsferðum því við munum ekki ná að þjónusta öll þessi verkefni.“ Eins og síðasta föstudag verður áherslan lögð á akstur flugrútunnar. Björn segist vonast til þess að einhver árangur verði af sáttafundi dagsins. „Við vorum jafnvel að vonast til þess að deiluaðilar væru tilbúnir að fresta verkfallsaðgerðum út af ástandinu með WOW. Þannig að okkur í ferðaþjónustunni gæfist ráðrúm til að meta ástandið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Fundur Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV hjá ríkissáttasemjara í gær varð styttri en ráðgert hafði verið. Vegna óvissu um stöðu WOW air var ákveðið að fresta fundarhöldum og taka þráðinn aftur upp í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta tjáð sig efnislega um innihald viðræðnanna þar sem fjölmiðlabann gildi um það. „Við erum náttúrulega að vonast eftir alvöru efnislegri umræðu. Við tökum þessar viðræður núna bara einn dag í einu,“ segir Viðar aðspurður um framhaldið. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA. Hann segir viðræðurnar fyrst og fremst hafa snúist um launaliðinn en SA hafi lítið viljað leggja fram í þeim efnum. „Þeir hafa ekki treyst sér til þess um alllanga hríð og bera fyrir sig þá stöðu sem uppi er hjá WOW air þannig að menn vildu láta þennan dag líða til að sjá hver þróunin þar verður,“ segir Vilhjálmur. Það sé magnað að kenna eigi íslensku launafólki um hvert áfall sem dynur yfir íslenskt efnahagslíf. „Nú er eitt lítið flugfélag sem veldur því að staðan sé með þessum hætti. Enn og aftur er það ekki launafólk sem ber ábyrgðina á því.“Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Að óbreyttu verður næsta lota verkfalla næstkomandi fimmtudag og föstudag. Viðar segir Eflingarfólk vinna að því að safna saman ábendingum og vísbendingum um hvort möguleg verkfallsbrot hafi verið framin síðasta föstudag. Meta þurfi hvort ástæða sé til að fá úr því skorið fyrir Félagsdómi. Viðar segir að Efling muni herða á verkfallsvörslu í aðgerðum vikunnar meðal annars vegna þess að því miður hafi þau mjög víða séð einbeittan brotavilja. „Við höfum líka lagt þessar aðgerðir þannig upp að þær séu með stigmögnun. Við höfum ekkert endilega séð fyrir okkur að þurfa að ná hámarksáhrifum strax í byrjun. Við lítum á þetta sem skilaboð og viljum sjá hverju þau skila.“ Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að þar á bæ standi yfir undirbúningur vegna mögulegra verkfallsaðgerða í vikunni. „Við erum að fara yfir þann mannskap sem við höfum. Ég geri ráð fyrir að við munum núna fara að loka fyrir bókanir á einhverjum dagsferðum því við munum ekki ná að þjónusta öll þessi verkefni.“ Eins og síðasta föstudag verður áherslan lögð á akstur flugrútunnar. Björn segist vonast til þess að einhver árangur verði af sáttafundi dagsins. „Við vorum jafnvel að vonast til þess að deiluaðilar væru tilbúnir að fresta verkfallsaðgerðum út af ástandinu með WOW. Þannig að okkur í ferðaþjónustunni gæfist ráðrúm til að meta ástandið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Örlög WOW geti haft áhrif á viðræður en breyti ekki stöðu félagsmanna VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna fylgjast með vendingum í máli WOW air og reyni að bregðast við mögulegum niðurstöðum. 25. mars 2019 18:08
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01