Veturinn hvergi farinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 07:11 Líkur eru til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn. Vísir/vilhelm Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land. Veður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land.
Veður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira