Veturinn hvergi farinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 07:11 Líkur eru til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn. Vísir/vilhelm Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land. Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Að sögn veðurfræðings heilsar dagurinn í dag þó með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi. „Í staðbundnum vindstrengjum nær vindur sér betur á strik og nú mælist stormur á nokkrum stöðum norðanlands. Á austanverðu landinu er léttskýjað og má búast við sólríkum degi þar. Einhver smávegis væta er enn að gera vart við sig vestan megin á landinu, en það styttir upp að mestu þegar líður á daginn og einnig dregur úr vindi smám saman,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofunni nú í morgunsárið. Hitinn í dag verður á bilinu 2 til 7 stig en það mun kólna með kvöldinu. Lægð sem nú er stödd yfir Nýfundnalandi mun dýpka og nálgast okkur „hratt og örugglega.“ Hún mun stýra veðrinu á landinu í nótt og á morgun, með hvassviðri og rigningu eða slyddu. Það snýst svo í suðvestan hvassviðri á morgun, jafnvel storm með snjóéljum og kólnandi veðri. „Ef við gægjumst lengra fram í tímann, þá er áfram búist við suðvestanátt á fimmtudaginn. Vindurinn gefur eftir og verður víða strekkingur að styrk, en hins vegar eru líkur til að élin verði í efnismeiri kantinum á fimmtudaginn,“ segir veðurfræðingurinn. Þá er útlit fyrir hægari vind og úrkomuminna veður á föstudag og laugardag. Hins vegar er kuldi í kortunum þessa daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Sunnan 13-20 m/s framan af degi og rigning eða slydda, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar í veðri.Á fimmtudag:Suðvestan 10-15 og éljagangur, en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.Á föstudag:Norðvestan 3-8, en 8-13 austanlands. Él um landið norðanvert, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Hægviðri og léttskýjað um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag:Hæg breytileg átt og víða bjart framan af degi. Gengur í suðvestan 8-13 seinnpartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands. Minnkandi frost.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita kringum frostmark, en þurrt norðaustantil á landinu.Á mánudag:Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost um mestallt land.
Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira