Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af „illsku“ og að „fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. Án þess að nefna nöfn sagði forsetinn að þetta fólki yrði rannsakað og bandamenn hans í báðum deildum þingsins ætla sér að gera það. Bandamenn forsetans hafa kallað eftir að nýr sérstakur rannsakandi verði skipaður til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar og hafa þeir sömuleiðis kallað eftir því að Demókratar segi af sér. Samkvæmt William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, komst Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða bandamenn hans, hefðu ekki verið í vitorði með Rússum í tengslum við afskipti þeirra af forsetakosningum 2016.Sjá einnig: Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með RússumÞá sagði Barr að Mueller hefði ekki viljað leggja mat á það hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og hafi þess í stað tekið saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin WolfSegja Mueller hreinsa forsetann af sök, sem hann gerir ekki Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Bandamenn Trump og hann sjálfur, hafa þó haldið því fram að samantekt Barr hreinsi hann alfarið af sök. Barr sjálfur, sem hefur gagnrýnt Rússarannsóknina, og þá sérstaklega þann hluta hennar sem sneri að því hvort Trump hefði reynd að hindra framgang réttvísinnar, með opinberum hætti sagði Barr að hans mat væri að Trump hefði ekki gert það.Sjá einnig: Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu MuellerJafnvel þó leiðtogar Repúblikanaflokksins og einhverjir bandamenn Trump hafi í fyrstu kallað eftir því að nú væri kominn tími til að tala um eitthvað annað, virðist það ekki ætla að gerast. Demókratar vilja að skýrsla Mueller verði gerð opinber og þingmönnum verði veittur aðgangur að undirliggjandi gögnum rannsóknarinnar. Bandamenn Trump og forsetinn sjálfur virðast hins vegar ætla sér að nota samantekt Barr til að herja á andstæðinga Trump.Chuck Schumer, þingmaður Demókrataflokksins, kallar eftir því að skýrsla Mueller verði opinberuð.Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði í gær að Adam B. Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður njósnamálanefndar fulltrúadeildarinnar, segði af sér. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni sagði að Schiff ætti að segja af sér formennsku.Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay O. Graham, sem jafnvel er formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hann ætli að opna rannsókn á framferði Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, í tengslum við forsetakosningarnar og sagði hann einnig að skipa ætti nýjan sérstakan rannsakanda til að rannsaka Rússarannsóknina. Þá sendi forsetaframboð Trump minnisblað til sjónvarpsstöðva sem innihélt lista yfir aðila sem ættu ekki að vera bókaðir í viðtöl vegna þess að þeir hafi „logið“ um Trump í viðtölum. Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi og kosningastjóri Trump, sagði í gær að forsetinn myndi nota samantekt barr til að „láta höggin dynja“ á andstæðingum sínum.Í stuttu máli sagt, þá virðast Trump-liðar vilja hefnd fyrir „nornaveiðarnar“ svokölluðu.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Einhverjir ráðgjafar Trump hafa ráðlagt honum að halda ótrauður áfram og spá ekki í Rússarannsóknina. New York Times hefur eftir Graham að hann hafi sagt Trump að einbeita sér að störfum sínum og láta hann um að fara á eftir forsprökkum rannsóknarinnar, eins og hann hefur tilkynnt að hann ætli sér að gera.Lindsey Graham ætlar að fara á eftir forsprökkum Rússarannsóknarinnar.AP/Carolyn KasterStörf rannsakenda Mueller leiddu til þess að 34 aðilar voru ákærðir og þar á meðal voru sex starfsmenn og ráðgjafar Trump. Rannsóknin sýndi einnig fram á að yfirvöld Rússlands beittu sér til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 með því markmiði að hjálpa Trump.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgMueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda eftir að Trump rak James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI og viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði gert það vegna rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af kosningunum.Rekja uppruna rannsóknarinnar ranglega til Steele-skýrslunnar Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að Steele-skýrslan svokallaða hafi leitt til Rússarannsóknarinnar og Trump hefur jafnvel kennt John McCain um fyrir að hafa útvegað FBI eintak af skýrslunni. Það er þó ekkert til í því þar sem rannsókn FBI var hafin löngu áður en skýrslan var gefin út og FBI var þegar komið með eintak af henni þegar McCain vakti athygli á henni. Christopher Steele, fyrrvarndi útsendari bresku leyniþjónustunnar, var ráðinn af fyrirtæki sem andstæðingar Trump innan Repúblikanaflokksins borguðu fyrir að finna upplýsingar sem kæmu niður á Trump. Eftir að Trupm tryggði sér tilnefningu flokksins hættu andstæðingar hans að greiða fyrirtækinu og leituðu forsvarsmenn Fusion GPS því til Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins, og hélt hún áfram að greiða fyrirtækinu. Skýrslan, sem var unnin úr minnisblöðum Steele, var mikið á milli tannanna á fólki vegna þess að Steele sagðist hafa heimildir fyrir því að yfirvöld Rússlands ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarUppruni Rússarannsóknarinnar hefur verið rakinn til þess að George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum, sagði áströlskum erindreka frá því á fylleríi að Rússar byggju yfir tölvupóstum Demókrataflokksins áður en það var opinberað.Eftir að hakkarar birtu tölvupósta Clinton höfðu áströlsk stjórnvöld samband við bandarísk yfirvöld og greindu þeim frá því sem Papadopoulos hafði sagt erindrekanum. Papadopoulos var dæmdur í fjórtán daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við rússneska útsendara fyrir kosningarnar. Hann sagðist hafa logið til að vernda sjálfan sig og Trump.Enn í vandræðum Demókratar hafa heitið því að halda rannsóknum sínum á Trump áfram og þrátt fyrir að Mueller hafi létt á forsetanum er lagalegum vandræðum hans ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af „illsku“ og að „fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. Án þess að nefna nöfn sagði forsetinn að þetta fólki yrði rannsakað og bandamenn hans í báðum deildum þingsins ætla sér að gera það. Bandamenn forsetans hafa kallað eftir að nýr sérstakur rannsakandi verði skipaður til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar og hafa þeir sömuleiðis kallað eftir því að Demókratar segi af sér. Samkvæmt William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, komst Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða bandamenn hans, hefðu ekki verið í vitorði með Rússum í tengslum við afskipti þeirra af forsetakosningum 2016.Sjá einnig: Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með RússumÞá sagði Barr að Mueller hefði ekki viljað leggja mat á það hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og hafi þess í stað tekið saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin WolfSegja Mueller hreinsa forsetann af sök, sem hann gerir ekki Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Bandamenn Trump og hann sjálfur, hafa þó haldið því fram að samantekt Barr hreinsi hann alfarið af sök. Barr sjálfur, sem hefur gagnrýnt Rússarannsóknina, og þá sérstaklega þann hluta hennar sem sneri að því hvort Trump hefði reynd að hindra framgang réttvísinnar, með opinberum hætti sagði Barr að hans mat væri að Trump hefði ekki gert það.Sjá einnig: Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu MuellerJafnvel þó leiðtogar Repúblikanaflokksins og einhverjir bandamenn Trump hafi í fyrstu kallað eftir því að nú væri kominn tími til að tala um eitthvað annað, virðist það ekki ætla að gerast. Demókratar vilja að skýrsla Mueller verði gerð opinber og þingmönnum verði veittur aðgangur að undirliggjandi gögnum rannsóknarinnar. Bandamenn Trump og forsetinn sjálfur virðast hins vegar ætla sér að nota samantekt Barr til að herja á andstæðinga Trump.Chuck Schumer, þingmaður Demókrataflokksins, kallar eftir því að skýrsla Mueller verði opinberuð.Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði í gær að Adam B. Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður njósnamálanefndar fulltrúadeildarinnar, segði af sér. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni sagði að Schiff ætti að segja af sér formennsku.Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay O. Graham, sem jafnvel er formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hann ætli að opna rannsókn á framferði Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, í tengslum við forsetakosningarnar og sagði hann einnig að skipa ætti nýjan sérstakan rannsakanda til að rannsaka Rússarannsóknina. Þá sendi forsetaframboð Trump minnisblað til sjónvarpsstöðva sem innihélt lista yfir aðila sem ættu ekki að vera bókaðir í viðtöl vegna þess að þeir hafi „logið“ um Trump í viðtölum. Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi og kosningastjóri Trump, sagði í gær að forsetinn myndi nota samantekt barr til að „láta höggin dynja“ á andstæðingum sínum.Í stuttu máli sagt, þá virðast Trump-liðar vilja hefnd fyrir „nornaveiðarnar“ svokölluðu.Sjá einnig: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Einhverjir ráðgjafar Trump hafa ráðlagt honum að halda ótrauður áfram og spá ekki í Rússarannsóknina. New York Times hefur eftir Graham að hann hafi sagt Trump að einbeita sér að störfum sínum og láta hann um að fara á eftir forsprökkum rannsóknarinnar, eins og hann hefur tilkynnt að hann ætli sér að gera.Lindsey Graham ætlar að fara á eftir forsprökkum Rússarannsóknarinnar.AP/Carolyn KasterStörf rannsakenda Mueller leiddu til þess að 34 aðilar voru ákærðir og þar á meðal voru sex starfsmenn og ráðgjafar Trump. Rannsóknin sýndi einnig fram á að yfirvöld Rússlands beittu sér til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016 með því markmiði að hjálpa Trump.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgMueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda eftir að Trump rak James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI og viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði gert það vegna rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af kosningunum.Rekja uppruna rannsóknarinnar ranglega til Steele-skýrslunnar Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að Steele-skýrslan svokallaða hafi leitt til Rússarannsóknarinnar og Trump hefur jafnvel kennt John McCain um fyrir að hafa útvegað FBI eintak af skýrslunni. Það er þó ekkert til í því þar sem rannsókn FBI var hafin löngu áður en skýrslan var gefin út og FBI var þegar komið með eintak af henni þegar McCain vakti athygli á henni. Christopher Steele, fyrrvarndi útsendari bresku leyniþjónustunnar, var ráðinn af fyrirtæki sem andstæðingar Trump innan Repúblikanaflokksins borguðu fyrir að finna upplýsingar sem kæmu niður á Trump. Eftir að Trupm tryggði sér tilnefningu flokksins hættu andstæðingar hans að greiða fyrirtækinu og leituðu forsvarsmenn Fusion GPS því til Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins, og hélt hún áfram að greiða fyrirtækinu. Skýrslan, sem var unnin úr minnisblöðum Steele, var mikið á milli tannanna á fólki vegna þess að Steele sagðist hafa heimildir fyrir því að yfirvöld Rússlands ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarUppruni Rússarannsóknarinnar hefur verið rakinn til þess að George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum, sagði áströlskum erindreka frá því á fylleríi að Rússar byggju yfir tölvupóstum Demókrataflokksins áður en það var opinberað.Eftir að hakkarar birtu tölvupósta Clinton höfðu áströlsk stjórnvöld samband við bandarísk yfirvöld og greindu þeim frá því sem Papadopoulos hafði sagt erindrekanum. Papadopoulos var dæmdur í fjórtán daga fangelsi fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við rússneska útsendara fyrir kosningarnar. Hann sagðist hafa logið til að vernda sjálfan sig og Trump.Enn í vandræðum Demókratar hafa heitið því að halda rannsóknum sínum á Trump áfram og þrátt fyrir að Mueller hafi létt á forsetanum er lagalegum vandræðum hans ekki lokið. Minnst tíu rannsóknir á ýmsum sviðum dómskerfisins beinast nú gegn forsetanum, fjölskyldu hans, fyrirtæki og samstarfsmönnum. Saksóknarar víða um Bandaríkin hafa opnað rannsóknir sem byggja að miklu leyti á gögnum Mueller og rannsakenda hans og á rannsóknum gagnvart Michael Cohen, lögmanns Trump til langs tíma. Flest málanna eru á höndum alríkissaksóknara í New York. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Saksóknarar gætu þó ákært Trump eftir að hann fer úr embætti og sérstaklega ef honum tekst ekki að vera endurkjörinn. Fregnir hafa borist af því að Trump hafi beðið Matthew Whittaker, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að einhver hliðhollur honum yrði settur yfir rannsóknir saksóknara í New York.
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44