Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 12:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mæta til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira