Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 12:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mæta til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira