Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:30 Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07