Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:30 Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07