Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08