Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2019 22:15 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt. Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt.
Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira