Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 11:39 Sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. AP/Bernat Armangue Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira