Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 11:39 Sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. AP/Bernat Armangue Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“