3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2019 11:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag. vísir/vilhelm Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. Þá verður 1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi fyrr í dag. Sögðu þau markmiðið vera að halda uppbyggingu innviða áfram til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.Hér má sjá kort yfir þá ferðamannastaði sem fá úthlutað úr framkvæmdasjóðnum og Landsáætlun um uppbyggingu innviða. „Þetta er í annað sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Frá því í fyrra hafa innviðir verið byggðir upp á fjölmörgum stöðum um allt land. Má þar nefna umfangsmikla uppbyggingu við Dynjanda, lagningu stíga í Þingvallahrauni, viðgerðir við Rútshelli undir Eyjafjöllum og markvissa uppbyggingu við Stuðlagil í Jökuldal sem óvænt hefur orðið vinsæll ferðamannastaður.Á vef Ferðamálastofu má sjá kort af þeim stöðum sem fá úthlutað. Ferðamannastaðir sem eru merktir bláu fá úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en þeir sem eru merktir rauðu fá úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.FerðamálastofaGert er ráð fyrir ríflega þriggja milljarða framlagi til þriggja ára verkefnaáætlunar Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2019-2021. Þar með bætist rúmur milljarður króna við þá áætlun sem kynnt var í fyrra. Í áætluninni nú er ekki einungis horft til stakra staði í náttúrunni heldur lögð áhersla á heildræna nálgun í gegnum svæðisheildir og skilgreindar leiðir sem liggja á milli staða. Hvítserkur við Vatnsnes er dæmi um stað þar sem bæta á öryggi gesta og aðgengi niður í fjöruna. Bætt aðgengi við þrjá manngerða hella við Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangár er dæmi um svæðisheild. Þá er áætlað að ráðast í fyrsta áfanga hjólaleiðar við Jökulsárgljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi.Goðafoss í Þingeyjarsveit.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir að þessu sinni styrki til 40 verkefna og nemur heildarstyrkupphæðin alls 505 milljónum króna. Hæsti styrkurinn fer til innviðauppbyggingar við Goðafoss sem er nú kominn á lokastig eftir markvisst uppbyggingarstarf á undanförnum árum. Önnur verkefni sem fá hærri en 30 milljóna króna styrki eru Breiðin á Akranesi, Laufskálavarða í Álftaveri, Reykjadalur og Hveradalir í Ölfusi,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. Þá verður 1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi fyrr í dag. Sögðu þau markmiðið vera að halda uppbyggingu innviða áfram til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.Hér má sjá kort yfir þá ferðamannastaði sem fá úthlutað úr framkvæmdasjóðnum og Landsáætlun um uppbyggingu innviða. „Þetta er í annað sinn sem kynnt er sameiginlega um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Frá því í fyrra hafa innviðir verið byggðir upp á fjölmörgum stöðum um allt land. Má þar nefna umfangsmikla uppbyggingu við Dynjanda, lagningu stíga í Þingvallahrauni, viðgerðir við Rútshelli undir Eyjafjöllum og markvissa uppbyggingu við Stuðlagil í Jökuldal sem óvænt hefur orðið vinsæll ferðamannastaður.Á vef Ferðamálastofu má sjá kort af þeim stöðum sem fá úthlutað. Ferðamannastaðir sem eru merktir bláu fá úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en þeir sem eru merktir rauðu fá úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.FerðamálastofaGert er ráð fyrir ríflega þriggja milljarða framlagi til þriggja ára verkefnaáætlunar Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2019-2021. Þar með bætist rúmur milljarður króna við þá áætlun sem kynnt var í fyrra. Í áætluninni nú er ekki einungis horft til stakra staði í náttúrunni heldur lögð áhersla á heildræna nálgun í gegnum svæðisheildir og skilgreindar leiðir sem liggja á milli staða. Hvítserkur við Vatnsnes er dæmi um stað þar sem bæta á öryggi gesta og aðgengi niður í fjöruna. Bætt aðgengi við þrjá manngerða hella við Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangár er dæmi um svæðisheild. Þá er áætlað að ráðast í fyrsta áfanga hjólaleiðar við Jökulsárgljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi.Goðafoss í Þingeyjarsveit.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir að þessu sinni styrki til 40 verkefna og nemur heildarstyrkupphæðin alls 505 milljónum króna. Hæsti styrkurinn fer til innviðauppbyggingar við Goðafoss sem er nú kominn á lokastig eftir markvisst uppbyggingarstarf á undanförnum árum. Önnur verkefni sem fá hærri en 30 milljóna króna styrki eru Breiðin á Akranesi, Laufskálavarða í Álftaveri, Reykjadalur og Hveradalir í Ölfusi,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira