Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:33 Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Vídir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“ Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. Þetta sagði Ragnar í viðtali í Bítinu í morgun. „Svartsýnustu spár spáðu hér allt að 6% verðbólgu ef WOW air félagið færi á hausinn. Ef það myndi gerast þýðir það einfaldlega ríflega hundrað milljarða skell á höfuðstóla heimila landsins sem eru vel flest með verðtryggð húsnæðislán.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin muni þurfa að skerpa á þeirri kröfu að stjórnvöld setji þak til að koma í veg fyrir mögulegan skell. „Við höfum sem betur fer átt gott samstarf við stjórnvöld og þau sýna því skilning að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við það að heimilin taki viðlíka skell eins og gerðist hér í eftirmálum hrunsins.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.vísir/stöð 2„Dapurlegar fréttir í morgunsárið inn í viðræðurnar“ Fjöldi félagsmanna Ragnars Þórs starfs hjá WOW air en hann segir að á skrifstofu VR sé her manns til staðar til að taka á móti fyrirspurnum og upplýsa starfsfólk um réttindi sín og næstu skref. „Það er bara ofboðslega dapurlegt, dapurlegar fréttir í morgunsárið og inn í viðræðurnar.“ Stjórn VR hyggst boða til fundar með starfsfólkinu. „En hugur okkar er núna fyrst og fremst hjá starfsfólki WOW air“. Staðan grafalvarleg Ragnar segir að það sé ljóst að fall WOW air sé gríðarlegur skellur fyrir félagsmenn og ljóst að störf muni tapast. „Staðan er náttúrulega grafalvarleg og við erum bara með aðgerðaráætlun hérna hjá okkur til að aðstoða fólk“. Vill klára kjarasamninga fyrir næstu átök Verkföllum um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR áttu að hefjast á miðnætti í gær en verkföllum var aflýst í gærkvöldi eftir fund verkalýðsfélaganna, sem eru í samfloti, og Samtaka atvinnulífsins. Ragnar segir að verkfallsaðgerðunum hefði aldrei verið aflýst ef raunverulegur umræðugrundvöllur hefði ekki verið til staðar. Hann segist vera staðráðinn í að ná að ljúka kjarasamningum áður en verkföll hefjast að nýju á þriðjudag. „Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú og ég leyfi mér ekkert að hugsa um neitt annað en að klára þetta verkefni eins og staðan er í dag.“
Bítið Efnahagsmál Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49