Hugur ráðherra hjá starfsfólki WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 12:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira