Hin ótæmandi auðlind Logi Einarsson skrifar 29. mars 2019 09:30 Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Logi Einarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun