Hin ótæmandi auðlind Logi Einarsson skrifar 29. mars 2019 09:30 Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Logi Einarsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar