Sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir íkveikju og hótanir sambýliskonu gagnvart öðrum ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 16:29 Tor Mikkel Wara og Erna Solberg, forsætisráðherra. EPA/Gorm Kallestad Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. Þar að auki mun hún hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, er gert að hafa kveikt í bíl ráðherrans þann 10. mars, samkvæmt NRK. Hún var ákærð þann 14. mars og þá tók Wara sér frí frá störfum. Á blaðamannafundi í dag lýsti hann því yfir að hann hefði sagt af sér og það væri hans eigin ákvörðun. Hann sagði aðra þurfa meira á sér að halda en ríkisstjórnin. Norska öryggislögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu um að Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, væri nú með stöðu grunaðs manns í öðrum málum. Auk þess að hafa kveikt í bílnum og fyrir að hafa sent öryggismálaráðherranum hótun, er hún grunuð um skemmdarverk á eigin heimili.Á blaðamannafundinum þakkaði Wara Ernu Solberg, forsætisráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtoga Framfaraflokksins, fyrir traustið í hans garð. Þá sagðist hann gera sér grein fyrir því að blaðamenn hefðu margar spurningar en Wara sagðist ekki geta svarað þeim að svo stöddu. Ekki er víst hver tekur við ráðuneytinu en Wara er fjórði dómsmálaráðherrann til að láta af störfum frá því núverandi ríkisstjórn Noregs tók við völdum árið 2013. Oppdatering i etterforskningen av truslene mot Wara: PST endrer Bertheussens status fra fornærmet til mistenkt i samtlige hendelser, bortsett fra den hun allerede er siktet for. Les pressemelding her: https://t.co/ePY9HbEAOW— PST (@PSTnorge) March 28, 2019 Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. Þar að auki mun hún hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, er gert að hafa kveikt í bíl ráðherrans þann 10. mars, samkvæmt NRK. Hún var ákærð þann 14. mars og þá tók Wara sér frí frá störfum. Á blaðamannafundi í dag lýsti hann því yfir að hann hefði sagt af sér og það væri hans eigin ákvörðun. Hann sagði aðra þurfa meira á sér að halda en ríkisstjórnin. Norska öryggislögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu um að Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, væri nú með stöðu grunaðs manns í öðrum málum. Auk þess að hafa kveikt í bílnum og fyrir að hafa sent öryggismálaráðherranum hótun, er hún grunuð um skemmdarverk á eigin heimili.Á blaðamannafundinum þakkaði Wara Ernu Solberg, forsætisráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtoga Framfaraflokksins, fyrir traustið í hans garð. Þá sagðist hann gera sér grein fyrir því að blaðamenn hefðu margar spurningar en Wara sagðist ekki geta svarað þeim að svo stöddu. Ekki er víst hver tekur við ráðuneytinu en Wara er fjórði dómsmálaráðherrann til að láta af störfum frá því núverandi ríkisstjórn Noregs tók við völdum árið 2013. Oppdatering i etterforskningen av truslene mot Wara: PST endrer Bertheussens status fra fornærmet til mistenkt i samtlige hendelser, bortsett fra den hun allerede er siktet for. Les pressemelding her: https://t.co/ePY9HbEAOW— PST (@PSTnorge) March 28, 2019
Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira