Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Af vettvangi slyssins á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í fyrra. ÍVAR Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27