Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2019 20:00 Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00