Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:12 Húsnæði Fossvogsskóla. Stöð 2 Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira