Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið á svissnesku sjúkrahúsi síðustu tvær vikur. AP greinir frá.
Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju.
Lítið hefur borið á forsetanum frá því að hann fékk heilablóðfall árið 2013 og telja andstæðingar hans Bouteflika vera lepp fyrir raunverulega ráðamenn landsins, sem koma úr röðum hátt settra borgara og hermanna.
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans

Tengdar fréttir

Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið
Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn.

Sitjandi forseta mótmælt í Alsír
Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír.