Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 10:10 Stjórnarhermenn voru sakaðir um að hafa kveikt í bílum með hjálpargögn í febrúar. Svo virðist hins vegar sem að eldurinn hafi kviknað út frá bensínsprengju mótmælanda. Vísir/EPA Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Myndbandsupptökur benda til þess að stjórnarandstæðingar í Venesúela hafi óvart kveikt í flutningabílum sem fluttu hjálpargögn í síðasta mánuði. Bandaríkjastjórn og stjórnarandstaðan hafa sakað Nicolás Maduro, forseta, um að hafa skipað hermönnum að kveikja í hjálpargögnunum. Til átaka kom á landamærum Venesúela og Kólumbíu þegar bílalest með hjálpargögn ætlaði að halda inn í fyrrnefnda landið 23. febrúar. Stjórnarhermenn skutu gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mótmælendum og stöðva för bílalestarinnar. Eldur kviknaði í tveimur bílum sem fluttu hjálpargögn og bárust böndin að stjórnarhermönnum. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti meðal annars myndband og fullyrti að það sýndi að Maduro hefði skipað hermönnum sínum að kveikja í þeim. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur sakað Maduro um að ljúga um mannúðaraðstoð og að láta glæpamenn kveikja í matvælum og lyfjum ætluðum venesúelsku þjóðinni. Þær fullyrðingar byggðu meðal annars á upptökum sem kólumbísk stjórnvöld sendu bandarískum embættismönnum og fjölmiðlum. Á þeim var sérstök athygli vakin á hermönnum sem köstuðu táragasi að bílalestinni. Nú segir New York Times að áður óbirtar myndbandsupptökur auk þeirra sem þegar hafa komið fram bendi til þess að það hafi verið bensínsprengja sem mótmælandi úr röðum stjórnarandstöðunnar kastaði sem hafi líklega verið upptök eldsins í hjálpargögnunum. Á upptökunum sjáist mótmælandi kasta bensínsprengju í átt að hermönnum. Logandi tuskan fljúgi hins vegar úr flöskunni og í áttina að flutningabíl. Hálfri mínútu síðar standi bíllinn í ljósum logum. Sami mótmælandi sjáist kasta bensínsprengju í annan flutningabíl tuttugu mínútum áður en ekki kviknaði í þeim bíl.Ekki lyf í farminum sem brann Erlend ríki hafa reynt að senda hjálpargögn til Vensúela þar sem mannúðarneyðarástand ríkir. Efnahagsleg óstjórn Maduro forseta hefur leitt til vöruskorts og efnahagshruns í landinu. Samhliða hefur forsetinn látið handtaka og pynta stjórnarandstæðinga. Stjórnarherinn hefur skotið mótmælendur til bana og sært fjölda aðra. Atvikið á landamærunum átti að vera lýsandi dæmi um illsku Maduro-stjórnarinnar. Hún hafi látið kveikja í lyfjum sem voru á meðal hjálpargagnanna á meðan Venesúelabúar láta lífið vegna lyfjaskorts. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að þær fullyrðingar eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þannig hafi Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna sem lagði til meirihluta hjálpargagnanna ekki skráð lyf sem hluta af sendingunni til Venesúela. Fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem blaðið ræddi við segir að lækningavörur eins og andlitsgrímur og hanskar hafi verið í farmi flutningabílanna en ekki lyf. Þegar blaðið bar þessar nýju upplýsingar undir bandaríska embættismenn sendu þeir frá sér yfirlýsingu um að eldurinn hafi kviknað eftir að hermenn Maduro stöðvuðu för bílalestarinnar með valdi. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni að stjórnarhermenn hefðu kveikt í hjálpargögnunum. „Maduro ber ábyrgð á því að skapa aðstæður fyrir ofbeldi. Hrottar hans stöðvuðu komu tonna af mat og lyfjum á meðan þúsundir hugrakkra sjálfboðaliða reyndu að verja og koma neyðargögnum til venesúelskra fjölskyldna,“ sagði Garrett Marquis, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Maduro-stjórnin hefur einnig dreift misvísandi upplýsingum um neyðargagnasendinguna. Hún hefur haldið því fram að enginn matvælaskortur sé í landinu og að í neyðargögnunum hafi verið útrunnar vörur og bandarísk vopn. Stjórnarhermenn og gengi sem eru hliðholl Maduro létu einnig til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem reyndu að tryggja för bílalestarinnar yfir landamærin.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“