Fleiri mislingasmit ekki verið staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 11:30 Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ekki hafa greinst ný mislingatilfelli á landinu síðan fimmta tilfellið var staðfest á föstudag. Þetta kom fram á samráðsfundi sóttvarnaryfirvalda í morgun, mánudaginn 11. mars. Samtals hafa um fimmtíu sýni verið send í greiningu á Landspítala en áfram verður fylgst með stöðu mála. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins. Þar segir jafnframt að bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið afar vel. Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Þá er von á meira bóluefni til landsins um miðja þessa viku. Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa. Þeir eru:Allir sem eru óbólusettir og fæddir á bilinu 1. janúar 1970 – 1. september 2018 (6 mánaða – 49 ára)Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Bólusetning fyrir aðra hópa verður auglýst um leið og hægt er en unnið er að bólusetningaráætlun fyrir allt landið í samvinnu við umdæmis- og svæðislækna sóttvarna. Þá má nálgast upplýsingar um staðsetningu bólusetninga á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samtals hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga frá því 18. febrúar síðastliðinn, tvö börn og þrír fullorðnir. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi mislingafaraldinn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ekki hafa greinst ný mislingatilfelli á landinu síðan fimmta tilfellið var staðfest á föstudag. Þetta kom fram á samráðsfundi sóttvarnaryfirvalda í morgun, mánudaginn 11. mars. Samtals hafa um fimmtíu sýni verið send í greiningu á Landspítala en áfram verður fylgst með stöðu mála. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins. Þar segir jafnframt að bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið afar vel. Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Þá er von á meira bóluefni til landsins um miðja þessa viku. Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa. Þeir eru:Allir sem eru óbólusettir og fæddir á bilinu 1. janúar 1970 – 1. september 2018 (6 mánaða – 49 ára)Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Bólusetning fyrir aðra hópa verður auglýst um leið og hægt er en unnið er að bólusetningaráætlun fyrir allt landið í samvinnu við umdæmis- og svæðislækna sóttvarna. Þá má nálgast upplýsingar um staðsetningu bólusetninga á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samtals hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga frá því 18. febrúar síðastliðinn, tvö börn og þrír fullorðnir. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi mislingafaraldinn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30