Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. mars 2019 21:56 Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira