Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 07:00 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Icelandair er með tilbúna aðgerðaáætlun ef flugmálayfirvöld ákveða að kyrrsetja Boeing 737 Max 8 vélar flugfélagsins. Á tæplega fjórum og hálfum mánuði hafa tvær slíkar þotur hrapað stuttu eftir flugtak, önnur í Indónesíu í fyrra og hin í Eþíópíu í fyrradag. Flugmálayfirvöld í tveimur löndum hafa kyrrsett vélar hjá alls á annan tug flugfélaga. Mörg flugfélög munu þó halda áfram að nota sínar vélar, þar á meðal American Airlines, Southwest og Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, á ekki von á því að vélarnar þrjár verði kyrrsettar en það verði þungt fyrir flugfélagið ef til þess kemur. „Við höfum fengið ýmsar fyrirspurnir frá farþegum um þetta atvik. Fólk er að spyrja um vélartegundir,“ segir Jens. Hann þekkir ekki dæmi þess að farþegar hafi afbókað flug. Ekki er búið að ákveða hvort þrjár vélar Icelandair verði kyrrsettar. „Við þurfum að vera með áætlun fyrir allt sem getur gerst,“ segir Jens. Hann gat ekki svarað í hverju áætlunin felst, hvort notast verði við aðrar vélar eða flug felld niður. „Það yrði auðvitað þungt fyrir okkur ef vélarnar verða kyrrsettar. Við vonumst bara til þess, og erum ágætlega bjartsýn, að svo verði ekki. Við vinnum út frá því.“ Málið hefur verið rætt hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Við teljum okkur ekki hafa nógu miklar forsendur til að gefa neitt út. Það liggur ekkert fyrir,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri FÍA. 737 Max 8 vélarnar eru nýjar, fyrsta vélin var afhent árið 2017. Alls er búið að afhenda 350 vélar en nú hafa um 100 þeirra verið kyrrsettar. Um helgina hrapaði vél Ethiopian Airlines sex mínútum eftir flugtak, allir 157 um borð fórust. Vél indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði á svipaðan máta í október í fyrra. Vélin hrapaði í Jövuhaf tólf mínútum eftir flugtak, 189 létu lífið. Niðurstöður rannsakenda hafa ekki verið gerðar opinberar en talið er að hreyflarnir hafi enn verið í gangi þegar vélin skall í hafið. Veður og skyggni var gott. Farþegar sem voru um borð í næstsíðasta flugi vélarinnar sögðu að þeir hefðu fundið lykt af brenndu gúmmíi ásamt því að vélin átti í erfiðleikum með að halda flughæð. Vél norska flugfélagsins Norwegian nauðlenti í Íran á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn eftir að bilun kom upp í hreyfli. Flugfélagið mun ekki kyrrsetja sínar 18 vélar að svo stöddu. Jens segir að Icelandair sé í stöðugu sambandi við Boeing, líka vegna þessa máls. Hann segir það ekki liggja fyrir hvert vélarnar fljúgi á næstunni. „Þeim er raðað svolítið niður eftir hentisemi. Það liggur ekki fyrir. Það kemur fram í bókunum fólks hver vélartegundin er.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51
Icelandair segir nýjar vélar sínar öruggar þrátt fyrir tvö mannskæð flugslys véla af sömu gerð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Boeing 737-MAX 8 flugvélar Icelandair verði kyrrsettar eftir hörmulegt flugslys flugvélar sömu gerðar í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir vélarnar öruggar. 11. mars 2019 21:10
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?