Bíða dóms fyrir gróf brot gegn börnum sínum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2019 07:00 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur. Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum. Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna. Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur.
Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira