Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 04:12 Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent