Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson afgreiddi Alex Oliveira með stæl í síðasta bardaga. vísir/getty „Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
„Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00