Segir að enginn skuli efast um gæði Gunnars sem er einn sá vanmetnasti í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 14:15 Gunnar Nelson afgreiddi Alex Oliveira með stæl í síðasta bardaga. vísir/getty „Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Þrátt fyrir að hafa verið í UFC í sex ár skal enginn gera þau mistök í eina sekúndu að halda að Gunnar Nelson sé ekki lengur gríðarlega hæfileikaríkur.“ Svona hefst grein MMA-blaðamannsins Cillian Cunningham á vefsíðunni Pundit Arena þar sem hann fjallar um Gunnar Nelson í aðdraganda bardagans stóra gegn Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum á laugardaginn. Gunnar kom gríðarlega sterkur til baka eftir slæmt tap á móti Santiago Ponzinibbio og langvarandi meiðsli þegar að hann pakkaði saman kúrekanum Alex Oliveira í Toronto í desember á síðasta ári. Þar minnti íslenski bardagakappinn rækilega á sig. „Allir sem hafa fylgst með ferli Gunnars vita hversu góður hann er eins og átta sigrar og þrjú töp í UFC gefa til kynna en þetta hefur ekki gengið eins smurt fyrir sig og margir hefðu vonað,“ skrifar Cunningham.Gunnar hefur tapað bardögum akkurat þegar að hann var að komast á skrið og gera alvöru tilkall til ferðar á toppinn en bardaginn á laugardaginn er einmitt mjög stór í því samhengi. Hann verður að halda sér gangandi með sigri. „Gunnar Nelson er vafalítið einn sá vanmetnasti í íþróttinni í dag. Hann er frábær að klára bardaga og hefur gert það í 16 af 17 sigrum sínum. Einu töpin voru dómaraúrskurður á móti Rick Story, annað tap á stigum gegn goðsögninni Damian Maia og svo tap eftir augljóst augnapot á móti Santiago Ponzinibbio,“ segir Cunningham. „Þessi töp, fyrir utan tapið gegn Ponzinibbio, voru mikilvæg fyrir Gunnar til að þroskast og þó hann sé ekki alveg jafn heitur núna og hann var þegar að hann kom inn í UFC eru þeir sem að eitthvað vita um íþróttina spenntir fyrir að sjá hann í Lundúnum um helgina,“ segir Cillian Cunningham.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Gunnar Nelson dansaði við Call on me í árshátíðarmyndbandi Mjölnis Mjög svo skemmtilegt myndband þar sem bardagakappinn sýnir listir sínar á ótroðnum slóðum. 12. mars 2019 08:00