Hælisleitendur sem staðið hafa að mótmælum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur hafa verið boðaðir á fund með fulltrúum forsætisráðuneytisins í húsnæði Rauða krossins í Efsta leiti klukkan 15 í dag.
Til nokkurra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Austurvelli í gær þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi.
Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.
Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að fjölbreyttur hópur hælisleitenda muni ræða kröfur sínar á fundinum í dag. Þá segir hún að lagt verði áherslu á að mál þeirra u.þ.b. fimmtíu einstaklinga sem mótmælt hafa undanfarnar vikur hljóti efnislega meðferð.
Aftur er boðað til mótmæla vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda á Austurvelli klukkan 17 í dag.
Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu

Tengdar fréttir

Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda
Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland.

Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir
Harka hefur færst í mótmælin við Austurvöll.

Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði
Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn.