Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 20:42 Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Vísir/Vilhelm Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira