Ísland skapar ekki nógu áhugaverð störf Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 07:00 Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar