Spá gengisstyrkingu og lægri vöxtum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Sjóðstjórarnir líta björtum augum til Íslands. Fréttablaðið/Ernir Sjóðstjórar evrópska eignastýringarfyrirtækisins BlueBay Asset Management búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækki um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrkist um tíu prósent á sama tíma. Gangi spáin eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýlegu bréfi fyrirtækisins, sem sjóðstjórinn Mark Dowding skrifar undir, til fjárfesta. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á síðustu dögum. Fyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfinu segist fyrirtækið telja að sterkari króna muni á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið geti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Bent er á að íslenska hagkerfið hafi vaxið hratt á síðustu fimm árum og sé nú, ólíkt því sem áður var, nettó útflytjandi fjármagns. Enn fremur hafi þau fjármagnshöft sem settu voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008 verið losuð að nánast öllu leyti. Sjóðstjórar BlueBay telja jafnframt líklegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði hækkuð í AA-flokk. Og í ljósi þess að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé meira en fimm prósent og að gengi krónunnar hafi veikst um fimmtán prósent gagnvart evrunni á undanförnum tveimur árum telja þeir einnig að ekki þurfi að líða á löngu þar til fleiri erlendir fjárfestar fari að sýna Íslandi áhuga sem fjárfestingarkosti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sjóðstjórar evrópska eignastýringarfyrirtækisins BlueBay Asset Management búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækki um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrkist um tíu prósent á sama tíma. Gangi spáin eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýlegu bréfi fyrirtækisins, sem sjóðstjórinn Mark Dowding skrifar undir, til fjárfesta. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á síðustu dögum. Fyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfinu segist fyrirtækið telja að sterkari króna muni á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið geti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Bent er á að íslenska hagkerfið hafi vaxið hratt á síðustu fimm árum og sé nú, ólíkt því sem áður var, nettó útflytjandi fjármagns. Enn fremur hafi þau fjármagnshöft sem settu voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008 verið losuð að nánast öllu leyti. Sjóðstjórar BlueBay telja jafnframt líklegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði hækkuð í AA-flokk. Og í ljósi þess að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé meira en fimm prósent og að gengi krónunnar hafi veikst um fimmtán prósent gagnvart evrunni á undanförnum tveimur árum telja þeir einnig að ekki þurfi að líða á löngu þar til fleiri erlendir fjárfestar fari að sýna Íslandi áhuga sem fjárfestingarkosti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira