Gjaldþrot Aurláka nam 1,8 milljörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:19 Karl Wernersson. Vísir/GVA Gjaldþrot Aurláka ehf., félags í fullri eigu fjárfestisins Karls Wernerssonar, nam alls rúmlega 1,8 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs eftir að því var gert að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna vegna sölu á Lyf og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Milestone í mars árið 2008 og varð síðarnefnda félagið gjaldþrota ári síðar. Þrotabú Milestone hélt því fram að ekki hafi fengist fullnægjandi greiðsla fyrir Lyf og heilsu úr fyrirtækinu og stefndi því Aurláka ehf. og krafðist 970 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna í apríl 2015 en þá þótti ljóst að Aurláki gat ekki staðið undir skuldagreiðslunni, færi svo að niðurstaðan yrði staðfest í Hæstarétti - sem varð raunin og Aurláki því tekinn til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum í búið hafi lokið á mánudag með því að 346.478.020 krónur fengust greiddar upp í lýstar kröfur. Heimturnar voru því rúmlega 19 prósent og heildarupphæð gjaldþrotsins næstum tvöfalt hærra en fyrrnefnd greiðsla til Milestone. Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti í apríl 2016 fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot. Degi eftir dóminn var félaginu Toska ehf. afsalað til Jóns Hilmars Karlsonar, sonar sakfellda, en Toska er eigandi Lyf og heilsu í gegnum félögin Faxa ehf. og Faxar ehf. Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00 Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Gjaldþrot Aurláka ehf., félags í fullri eigu fjárfestisins Karls Wernerssonar, nam alls rúmlega 1,8 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs eftir að því var gert að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna vegna sölu á Lyf og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Milestone í mars árið 2008 og varð síðarnefnda félagið gjaldþrota ári síðar. Þrotabú Milestone hélt því fram að ekki hafi fengist fullnægjandi greiðsla fyrir Lyf og heilsu úr fyrirtækinu og stefndi því Aurláka ehf. og krafðist 970 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna í apríl 2015 en þá þótti ljóst að Aurláki gat ekki staðið undir skuldagreiðslunni, færi svo að niðurstaðan yrði staðfest í Hæstarétti - sem varð raunin og Aurláki því tekinn til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum í búið hafi lokið á mánudag með því að 346.478.020 krónur fengust greiddar upp í lýstar kröfur. Heimturnar voru því rúmlega 19 prósent og heildarupphæð gjaldþrotsins næstum tvöfalt hærra en fyrrnefnd greiðsla til Milestone. Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti í apríl 2016 fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot. Degi eftir dóminn var félaginu Toska ehf. afsalað til Jóns Hilmars Karlsonar, sonar sakfellda, en Toska er eigandi Lyf og heilsu í gegnum félögin Faxa ehf. og Faxar ehf.
Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00 Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00
Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51