Þetta árið var gerð eftirlíking af kynþokkafulla tónlistarmyndbandinu Call on me eftir lagi Eric Prydz sem kom út árið 2004 en þar voru glæsilegar konur í ansi litlum klæðnaði að taka á því í ræktinni.
Hjá Mjölnisfólkinu voru að sjálfsögðu bæði karlar og konur sem tóku á því í bráðskemmtilega myndbandi þar sem að Gunnar Nelson var sjálfur í níðþröngum spandexgalla að gera áhugaverðar æfingar.
An inside look at @GunniNelson's training camp #UFCLondonView this post on Instagram
A post shared by ufc (@ufc) on Mar 11, 2019 at 2:24pm PDT
Gunnar mun vafalítið fá spurningar um þetta skemmtilega myndband á næstu dögum þegar að hann þarf að svara spurningum blaðamanna í aðdraganda bardagans stóra í Lundúnum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið.
Vísir er að sjálfsögðu á staðnum og flytur ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari þar til að hann hefur lokið sér af í búrinu á laugardagskvöldið.
Aðalhlutverkið í myndbandinu leikur María Nelson, systir Gunnars, sem leikstýrði því sömuleiðis en Garpur Ingason Elísabetarson sá um að taka upp og klippa það.