Ellefu samskonar mál á borði Mannréttindadómstólsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 11:28 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóm Mannréttindadómstólsins tala sínu máli. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18